Óvænt heimsókn frá Nýja Sjálandi

Ég er nú búin að eyða tæpum þremur sólarhringum með rauðhærða, skemmtilega ófríða, nýsjálenska skeitaranum sem ætlaði upphaflega bara að fá að gista hjá mér eina nótt. Einhvern veginn atvikaðist það, nokkrum klukkustundum eftir að við kynntumst, að okkur var fleygt öfugum út með skömm af skemmtistað einum hér í bæ . Sökin sem á okkur var borin: óhóflegt kelerí. Gamla ég hefði haft áhyggjur af þessu ódannaða framferði um aldir alda en hin nýja kona sem fæddist eftir útskrift hefur ákveðið að láta sem ekkert sé. Kenna undarlegri blöndu af áfengi og hormónum um ósiðsamlegt athæfið.

Nýsjálendingurinn hefur síðan reynst hinn ágætasti piltur og höfum við átt góðar stundir saman. Það hefur þó valdið örlitlum vandkvæðum að maðurinn, sem bætir upp vöntun á formfegurð í andliti með stæltum útlimum og heitum húðflúrum, gengur hálfnakinn um húsakynnin í tíma og ótíma að því er virðist. Hormónarnir stýra augunum og þekkja orðið hverja freknu á sólbrúnum líkamanum og með hverju nýju atriði sem hann deilir með mér um líf sitt  reynist mér erfiðara að horfa ekki á hann girndaraugum svo að hann taki eftir. Ekki er útséð með lengd dvalarinnar en á meðan að á henni stendur nýt ég þægilegrar nærveru hans og krúttlega skakka brossins.

Ef lífið er til þess að læra af því tek ég frá þessari stuttu sambúð með Nýsjálendingnum hvað lífið getur verið einfalt ef að maður þróar með sér rétta viðhorfið til þess.  Óafvitandi hefur hann kennt mér lífslexíur sem ég gleymi vonandi aldrei. Merkilegt hvað það gerir biturri konu gott að hafa einn svona brosandi brimbrettakappa á sófanum í nokkra daga.

Færðu inn athugasemd

Filed under Hitt kynið, Sófasörf

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s