Hugleiðing

Þegar að ég ákvað að byrja að blogga aftur, eftir ótrúlega lélega mánaðar pásu, þá var ætlunin alls ekki að detta ofan í það sama gamla að ræða í þaula ástarlíf mitt eða vöntun á því. Ég hafði hugsað mér að vera háfleyg og alvarleg í dillandi ljóðrænum stíl og ræða um andans menn og málefni. Því síður ætlaði ég að tileinka bloggið einhverju manni sem ég þekki lítið sem ekkert og átti sér einskis ills von þegar að hormónablandaði hvítvínskokteilinn hoppaði á hann eins og tík á lóðaríi. En svona gerist þetta bara stundum, maður hefur engan hemil á bloggskrímslinu sem æðir bara í þær áttir sem því sýnist hverju sinni.

Staðreyndin er þó sú að kynni mín af manninum sem bloggið er ekki tileinkað voru bara þannig að þau opnuðu augu mín fyrir ótal hlutum. Hann veit að sjálfsögðu ekkert um það að ég skuli vera að velta mér svona mikið upp úr hverju smáatriði sem okkur fór á milli. Ég held að hann geri sér heldur ekkert endilega grein fyrir því hversu sæl og ánægð ég var þegar að ég fékk sms frá útlandinu í gærdag sem innihéldu ótal kossa til mín frá honum. Ég var með fiðrildi í maganum og axlirnar herptust saman þar sem ég sat og brosti allan hringinn. Ekki af því að ég sé svo skotin í honum eða að ég haldi að þetta hafi verið meira en það sem það var heldur einmitt af því að það var bara akkúrat sem það var: ljúft og þægilegt.

Sænski sófasörfarinn sem deildi herberginu mínu með okkur eina nóttina, 19 ára alvarlega þenkjandi flicka frá Stokkhólmi, kallaði hann heimskan brimbrettagæja. Heimskur var hann nú ekki en hann var ekki mikið gefinn fyrir bækur, vann verkamannavinnu, stefndi ekki á háskólanám og var ekki manna bestur í stafsetningu. Hann virtist samt fullkomlega hamingjusamur með þann stað sem hann er á í lífinu og sænska ungpían var sammála mér um það að í því lægi aðdráttarafl hans. Eftir kyrfilega sálgreiningu á kauða held ég að hann sé svona gaur sem leggur áherslu á að gera hlutina með hjartanu frekar en höfðinu. Ég á hinn bóginn geri allt með höfuðið við stjórnvölinn og leyfi hjartanu aldrei að hlaupa frjálsu. Þess vegna held ég að hann sé hamingjusamur á meðan að ég flögra um eins og fluga í flösku.

Ég held að þegar að á öllu er á botnin hvolft þá sé ég komin að krossgötum í lífinu. Eitthvað innra með mér er að breytast og þess vegna hefur fólk svona mikil áhrif á mig óafvitandi. Ég soga að mér visku annarra eins og svampur við eldhúsvask og reyni eftir fremsta megni að tileinka mér það besta. Árangurinn verður svo bara að koma í ljós síðar. Á meðan horfi ég dreymnum augum fram fyrir mig og glotti í hvert skipti sem ég man eftir andfætlingnum góða.

Færðu inn athugasemd

Filed under Hitt kynið, Sófasörf

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s