Monthly Archives: júlí 2008

Verkfall

Í morgun sveimuðu sjöhundruð milljón billjón hugmyndir um í höfðinu á mér og vildu endilega verða að bloggfærslum. Eftir of mikið blaður í kvöld við asískættaða andfætlinginn hafa hugmyndirnar ákveðið að fara í verkfall. Ég vona að fulltrúar hugmyndanna og fingranna nái að semja sem fyrst svo að bloggið þurfi ekki að bíða of lengi eftir færslu. Við getum aðeins vonað það besta.

Færðu inn athugasemd

Filed under Almennt röfl

Myrki Riddarinn

Fór að sjá Dark Knight á miðvikudaginn. Klassa ræma. Heath Ledger var rosalegur í hlutverki Jókersins. Elska líka Christian Bale og Gary Oldman. Meira að segja soldið skotin í henni þarna Gyllenhal. Og Morgan Freeman maður. Það eru nú þegar allir búinir að tjá sig um þessa mynd þannig að ég ætla að láta staðar numið hér. Hinsvegar verð ég að segja frá því að ég sá þessa mynd með tveimur strákum frá Kaliforníu sem gista á tjaldsvæðinu í Laugardalnum. Það er í sjálfu sér ekki frásögu færandi að ég sé að skottast með einhverjum útlendingum en þessir tilteknu guttar eru báðir örugglega 2 metrar á hæð og ég upplifði það í fyrsta skipti hvernig er að vera lítill. Pabbi minn er hávaxinn en hann er líka mikill um sig þannig að maður finnur minna fyrir því hvað hann er hár. Mér fannst ég hreinlega dvergvaxin með þessum risum og þurfti í fyrsta skipti á ævinni held ég að horfa vel upp til að tala við þá. Ég skildi skyndilega hvernig Litla-Birni leið þegar að Stóri-Björn mætti á 10cm hælum á djammið forðum daga.

Það sem mér finnst einkar skemmtilegt við risana er að þeir eru hinir mestu ljúflingar. Annar er smámæltur og samkynhneigður með alla þá takta sem því fylgja en jafnframt feiminn og óframfærinn. Hinn spilar reyndar í metal bandi en því meira sem ég kynnist af metalhausum því meira sannfærist ég um að þeir fái alla þá útrás sem þeir þurfa í gegnum tónlistina og þegar að þeir eru ekki á sviði þá eru þetta algjörir kettlingar. Þeir eru að ferðast um Evrópu sem sjálfboðaliðar á bóndabæjum sem sérhæfa sig í lífrænni ræktun (WWOOF) sem sýnir kannski best hvernig gaurar þetta eru. Indælis piltar alveg hreint. En stórir!

Ég get samt ekki minnst á Dark Knight án þess að segja hversu óendanlega sorglegt það er að Heath Ledger skuli hafa dáið áður en þessi mynd kom út. Grátlegt.

Ein athugasemd

Filed under Almennt röfl

iPod örfærsla: strídsástand

Fimm dagar eru nú lidnir sídan Magga módursystir tók sig til og máladi herbergid mitt á medan ég dundadi mér vid ad pensla ofninn. Má deila um thad hvort thetta hafi verid sanngjörn verkaskipting. Magga módursystir heitir annars alls ekkert Magga en einhverra hluta vegna tala systur hennar mömmu idulega um sjálfar sig í thridju persónu og heita thá gjarnan Magga. Annad hvort er einhver fyndin saga á bak vid thetta eda thá ad theim finnst svona agalega gaman ad studla. Thrátt fyrir gódan vilja at minni hálfu hefur mér enn ekki tekist ad gera herbergid íbúdarhæft og hér liggja bækur og annad smá drasl a tjá og tundri. Mig sárvantar verkstjóra til ad skipa mér fyrir, enda var ég mun atorkusamari undir leidsögn títtnefndrar módursystur, og sérlegan rádgjafa í hönnun á litlum rymum med tilliti til geymslupláss.

Ég á von á eldhressum sófasörfara frá Ástralíu á mánudaginn og thá verdur thetta nú ad vera búid. Ég er farin ad sérhæfa mig í andfætlingum og fólki af blöndudum uppruna. Tyrnesk/indverskur New York búi, pakistanskir og kínversk/filippseyskir Kanadabúar, japanskur Breti og nú Ástrali af óskilgreindum asískum uppruna. Nú og Nysjálendingurinn audvitad.

3 athugasemdir

Filed under Almennt röfl, Sófasörf

iPod örfærsla: Hvad er málid med thessar iPod örfærslur?!?!

Kærastinn, tölvan mín sum sé, er búin ad vera bilud í tolucerdan tíma. Bilunin lysir sér í traktorshljódi sem lætur á sér kræla thegar ad viftan fer í gang. Thegar ad hitalykt bættist á lista sjúkdómseinkenna ákvad ég loks ad gera eitthvad í thessu og nú liggur kærastinn einhvers stadar í vidgerd. Brodirinn vinnur hja soluadila merki kærastans svo hann gat laumad mér inn bakdyrameginn og vonandi ókeypis. Á medan hef ég dundad mér vid ad pikka á lyklabordid á iPodnum sem gengur vægast sagt ekki hratt fyrir sig.

Eftir ad hafa thurft ad sinna öllum mínum neterindum heima vid í gegnum fyrrnefndan iPod, kann ég gífurlega vel ad meta öll thau fyrirtæki sem hafa gert heimasídur sínar adgengilegar í gegnum iPhone. Ég ætladi líka ad röfla yfir ad wordpress væri ekki eitt thessara fyrirtækja en komst sídan ad thví ad thad er bara vitleysa og er thessi færsla skrifud í gegnum iPhone vidmótid theirra: m.wordpress.com. Thad hlaut nú líka bara ad vera!

Ég verd samt ad segja ad ef einhver hefdi sagt mér árid 2002, thegar ég fyrst byrjadi ad blogga, ad einn daginn ætti ég eftir ad blogga af snertiskjá mp3 spilarans míns thá hefdi ég sagt hinum sama ad fara varlega í sveppina. Stundum verdur madur ad staldra vid til thess ad skilja fullkomlega hversu mögnud thessi tækni er.

„ég held á farsímanum, legg eyrad vid og thad er einhver sem segir halló hinu megin. Samt eru engar snúrur, hvernig er thetta hægt?“

2 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

iPod örfærsla: Á slysó

„Leggstu bara aftur, andadu og slakadu a“ sagdi hjúkka á midjum aldri og ytti mér inn i næsta lausa skodunarherbergi. Ádur en ég vissi af bogrudu yfir mér læknir, hjúkka og hjúkrunarnemi og allt vegna agnarsmás glerbrots sem borast hafdi a kaf í hælinn á mér. Thau potudu deyfisprautunni inn í sárid og tilkynntu mér thad samúdarfull thegar ég gretti mig og fetti ad thetta væri einkar vondur stadur til ad deyfa. Hjúkkan kvartadi yfir thvi ad ég kvartadi ekki nógu mikid af sársauka
og til ad gledja hana, thar sem hún var nú einu sinni ad reyna ad hjálpa mér, óadi ég og æjadi adeins ádur en ég hélt áfram ad lesa fréttabladid. Eftir mikid pot og hræringar hrósadi hjúkkan sigri í baráttunni vid glerbrotid og ég var send med grisju í skónum út í rigninguna. En ekki fyrr en ég var búin ad borga 4000kr komugjaldid.

5 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

iPod örfærsla: Reykjavíkurnætur

Ég upplifdi 101 Reykjavík móment í gær thegar ad ég slysadist inn í sveitt eftirparty einhvers stadar á Laugarveginum. Ég bjóst allt eins vid ad sjá Hlyn og Hófí veltast inn um dyrnar med edluna á öxlinni en í stadinn steig ég villtan dans undir dynjandi tónlist fra heimsins versta DJ sem ég er laumulega búin ad vera skotin í til lengri tíma. Í thessu party voru mörg andlit sem ég kannast vid eftir áralanga reynslu af djammlífinu í Reykjavík. Klukkan 9 skridum vid heim í hálfgerda kommúnu á Tryggvagötunni thar sem vinur minn mannhóran byr med 18 Pólverjum eda svo. Honum finnst ekkert athugavert vid ad vera kalladur mannhóra og vidurkennir fúslega ad eiga nafnbótina skilid. Í kvöld sofnadi ég svo ofan í kvöldmatinn hjá pabba vid mikinn fögnud vidstaddra. Ég er med glerbrot í hælnum og bitfar á öxlinni. Fleiri en bara Gerdur sem bíta

Ein athugasemd

Filed under Almennt röfl

iPod örfærsla: innlit/útlit

„Thetta er bara vatnsmálning“ sagdi hún og hrærdi í med bleikri einnota rakvél.

Ádur en ad gærdagurinn rann upp vissi ég ekkert um thad hvar best væri ad byrja ef mála ætti herbergi. Núna tala ég og haga mér eins sérfrædingur. Ég by svo vel ad eiga ofur frænku sem kann allt og baudst af gódmennsku sinni ad hjálpa mér. Ég drekk í mig fródleik hennar og tek andlegar glósur. Teipa, sparsla, pússa og mála.

Tjarnargatan er á gódri leid med ad verda alvöru og fullordins.

2 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

Veit einhver…

… nákvæmlega hvað emo er?

Annars finnst mér við hæfi að við tækifæri, þegar að fuglabjargið hefur hitting, að leigðar verði svona Lundavespur

4 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

Endurlit

Með fimmta Viking bjórinn í hendinni og með þann hálfa í óða önn að snapa sér tvo til viðbótar í veganesti út í nóttina, gaf gamall kennari mér fimm fyrir að hafa loksins klárað stúdentinn. Það var miðvikudagur, við vorum staddar í bransa-partý, klukkan rétt að slá í tólf á miðnætti og við eilítið kenndar. Þessi kona sem hafði kennt mér einhvers konar umhverfisfræðslu hafði söðlað um og var nú lægra sett í nýjum virðingastiga þar sem ég hafði forskot í formi reynslu. Við ræddum lítillega hvað biði mín í haust og hvernig hún þénaði meira nú en áður sem kennari. Að skilnaði sagði hún hlæjandi Sjáumst örugglega í Hámu í vetur og ég kinkaði brosandi kolli.

Það var eflaust rétt sem mér fannst þessar síðustu tvær annir í skólanum: Ég átti meira sameiginlegt með kennurunum en samnemendum mínum. Það er líklega merki um elli.

Ein athugasemd

Filed under Almennt röfl

Tyrkjarán

Sófasörfararnir koma og fara. Hálfi Tyrkinn hélt af stað til Amsterdam og í staðinn fékk ég tvær tyrkneskar stelpur sem eru á ferð um Norðurlöndin til þess að flýja hita heimalandsins. Þær eru ósköp indælar en lítið spennandi og hef ég ekki lagt mig í lima við að eyða tíma með þeim eins og þeim hálfa. Stóreygar sitja þær og fylgjast með mér eins og ég sé búskmaður í Afríku á lendarskýlu og lepja upp hvert orð sem fellur af vörum mér. Við tölum ekki saman heldur skiptumst við á orðum eins og körfuboltaspjöldum. Kannski finnst þessum stúlkum, sem búa enn í foreldrahúsum og munu gera þar til að þær fá bónorð frá manni sem fjölskyldan samþykkir, undarlegt að hitta frjálslega Íslendinga eins og mig. Opin, hreinskilin og ókurteis á köflum ligg ég ekki á skoðunum mínum og býð ókunnugum mönnum upp í rúm til mín. Það var reyndar bara í nokkra klukkutíma áður en sá hálfi tók flugrútuna út á völl en þær voru á sófanum og við hálfi of þreytt til að finna út úr því hvar hann gæti sofið. Við hálfi hlógum og pískruðum inn í nóttina og kvöddumst með loforði um að halda sambandi. Ég efast um að lofa þessum stúlkum því sama.

Færðu inn athugasemd

Filed under Sófasörf