Unglingaveiki

Í hjarta mér er ég 17 ára unglingur. Ég dett í það og verð yfirleitt uppvísa að einhvers konar skandal í kjölfarið. Fólki kemur á óvart hversu gömul ég er þegar að ég uppljóstra um aldur minn og biður mig um að nota rakakrem og ekki byrja að reykja til að viðhalda barnslegu andlitinu. Sjálf sé ég bauga og grá hár þegar að ég lít í spegil en þegar að ég var unglingur þótti ég fullorðnari en ég var í raun. Ég á enga dragt en ógrynni af hettupeysum í öllum regnbogans litum.

Ég elska líka eins og unglingur. Skotin mín gleypa allan minn tíma og dagdrauma. Fiðrildin í maganum taka yfir og blinda mér sýn á raunveruleikann. Úthöf og ólíkir menningarheimar eru ómerkilegar ástæður fyrir aðskilnaði elskenda. Í skýjaborgunum mínum fæ ég alltaf prinsinn og enginn segir mér að ég sé á villigötum. Í hinum efnislega heimi reynast prinsarnir í besta falli körtur og fiðrildasveimurinn hrapar til jarðar.

Ég vildi að inni í mér byggi gömul vitur kona. Kona sem væri búin að læra af mistökum sínum og tæki rólegar og yfirvegaðar ákvarðanir. Gömul kona laus við alla unglingaveiki.

2 athugasemdir

Filed under Almennt röfl, Hitt kynið

2 responses to “Unglingaveiki

  1. Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera 17 ára í anda heldur en gömul kona

  2. þóra

    æ já auður njóttu þess að vera bara 17 ára haha.
    mér líður svona eins og ég sé bara 17 ára stundum og svo allt í einu ranka ég við mér og fatta að ég er orðin eiginkona og tveggja barna móðir…úff þvílíkt reality check skal ég segja þér 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s