Endurlit

Með fimmta Viking bjórinn í hendinni og með þann hálfa í óða önn að snapa sér tvo til viðbótar í veganesti út í nóttina, gaf gamall kennari mér fimm fyrir að hafa loksins klárað stúdentinn. Það var miðvikudagur, við vorum staddar í bransa-partý, klukkan rétt að slá í tólf á miðnætti og við eilítið kenndar. Þessi kona sem hafði kennt mér einhvers konar umhverfisfræðslu hafði söðlað um og var nú lægra sett í nýjum virðingastiga þar sem ég hafði forskot í formi reynslu. Við ræddum lítillega hvað biði mín í haust og hvernig hún þénaði meira nú en áður sem kennari. Að skilnaði sagði hún hlæjandi Sjáumst örugglega í Hámu í vetur og ég kinkaði brosandi kolli.

Það var eflaust rétt sem mér fannst þessar síðustu tvær annir í skólanum: Ég átti meira sameiginlegt með kennurunum en samnemendum mínum. Það er líklega merki um elli.

Ein athugasemd

Filed under Almennt röfl

One response to “Endurlit

  1. Wúhú. Sjáumst líka í Hámu! því ég mun örugglega aaaaldrei klára þessa blessuðu gráðu mína:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s