iPod örfærsla: strídsástand

Fimm dagar eru nú lidnir sídan Magga módursystir tók sig til og máladi herbergid mitt á medan ég dundadi mér vid ad pensla ofninn. Má deila um thad hvort thetta hafi verid sanngjörn verkaskipting. Magga módursystir heitir annars alls ekkert Magga en einhverra hluta vegna tala systur hennar mömmu idulega um sjálfar sig í thridju persónu og heita thá gjarnan Magga. Annad hvort er einhver fyndin saga á bak vid thetta eda thá ad theim finnst svona agalega gaman ad studla. Thrátt fyrir gódan vilja at minni hálfu hefur mér enn ekki tekist ad gera herbergid íbúdarhæft og hér liggja bækur og annad smá drasl a tjá og tundri. Mig sárvantar verkstjóra til ad skipa mér fyrir, enda var ég mun atorkusamari undir leidsögn títtnefndrar módursystur, og sérlegan rádgjafa í hönnun á litlum rymum med tilliti til geymslupláss.

Ég á von á eldhressum sófasörfara frá Ástralíu á mánudaginn og thá verdur thetta nú ad vera búid. Ég er farin ad sérhæfa mig í andfætlingum og fólki af blöndudum uppruna. Tyrnesk/indverskur New York búi, pakistanskir og kínversk/filippseyskir Kanadabúar, japanskur Breti og nú Ástrali af óskilgreindum asískum uppruna. Nú og Nysjálendingurinn audvitad.

3 athugasemdir

Filed under Almennt röfl, Sófasörf

3 responses to “iPod örfærsla: strídsástand

  1. Hlíf

    Þetta er klárlega vísun í einn besta skáldsagnabálks síðari alda: Elíasarbækurnar! Mamma Elíasar átti móðursystur sem hét Magga móða…

  2. Svona er maður vitlaus en þegar að þú minnist á það þá rámar mig eitthvað í þetta.

  3. Hlíf

    Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir lesi Elíasarbækurnar jafn oft og ég

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s