Frumlegheit

*Varúð! Þessi færsla inniheldur mikið af slettum og óvandað mál*

Ég er búin að eyða mörgum árum í að vera hörð við sjálfa mig og dást að fólki sem hefur nógu mikinn skapandi drifkraft til að vinna við hönnun eða listsköpun hvers konar. Ég hef bölvað því að eiga til mikið af hugmyndum en færri leiðir til að útfæra þær og horfi öfundaraugum á stílhreinar heimasíður og fallegar auglýsingar. Því eldri sem ég verð og því meira sem ég garfa í málunum kemst ég þó betur og betur að því að það eru ekki nema örfáar hræður þarna úti sem má með sanni segja að séu skapandi og hugsi út fyrir kassan eins og sagt er upp á enska vísu. Restin eru afætur og hermikrákur. Kannski má færa rök fyrir því að það sé ákveðin list í að vera góður í að apa eftir öðrum en ég sé allavega færri ástæður til að berja sjálfa mig niður fyrir vöntun á listrænum hæfileikum en áður.

Tökum nýtt útlit á námsmannasíðu Byr sem dæmi. Hönnuðurinn tók nákvæmlega allt sem er búið að vera hot í hönnunar- og blogg heiminum undanfarin misseri og tróð því öllu á einu og sömu síðuna. Við erum með post-it miðana með bréfaklemmunni, viðarelementið, polaroid myndirnar límdar með teipi, barmmerkið með þínum eigin skilaboðum, smá grunge svo ekki sé minnst á „rising sun“ fídusinn sem var gríðarvinsælt í öllu Web 2.0 fárinu og vector teikningum. Maður sér oft hitt og þetta af þessum atriðum á síðum en ég man ekki eftir neinni síðu í augnablikinu þar sem ég fékk jafnsterkt á tilfinninguna og þarna að ég hafi séð þetta allt áður. Enda held ég að ég hafi séð þetta allt áður.

Til gamans læt ég hér fylgja linka á þau design element sem má finna á fyrrnefndri námsmannasíðu Byrs:

Barmmerki efst á síðu
Rising Sun á bakvið Palla
Grunge stjörnur á bakvið Palla
Viðarsafn/skrifborðsfílingur
Web 2.0 merkið í neðst í hægra horninu

Post it
Bréfaklemma
Polaroid
Bréfalúkkið

Annars eru PSDtuts, Brusheezy og Vecteezy algjör snilld ef að maður hefur áhuga á svona dóti.

Færðu inn athugasemd

Filed under Almennt röfl

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s