Wolverhampton

Á kaffihúsi í Wolverhampton situr skeggjuð kona og ræðir heimsins vanda við nærstadda. Ófrítt fólk með skítugt hár sem situr á garðstólum og drekkur vont kaffi. Miðaldra maður með flöskubotnsgleraugu og fitugar hárlufsur greiddar yfir skallann treður í sig ristuðu brauði löðrandi í smjörlíki og bakaðar baunir spítast út á milli tannanna á honum. Fyrir utan gengur póstmaðurinn í stuttbuxum í rigningunni með enska fánann og fána sambandslýðveldisins tattúveraðan á kálfann. Ófríða fólkið spyrst fyrir um líðan þeirra sem eru fjarri. Neil er með ræpu, Phil á spítala og aumingja Mary er dauð. Konur með sítt að aftan dilla sér í takt við Holiday með Madonnu og brosa til viðskiptavinanna svo glittir í snúnar tennurnar. Kaffibollarnir hér eru í boði féló.

4 athugasemdir

Filed under Ferðalög

4 responses to “Wolverhampton

  1. Það var samt ákveðinn sjarmi yfir þessu. Hefði ekki getað fengið betri áminningu um að London og England er ekki það sama og á það ekki síst við The Midlands. Labbaði aðeins um bæinn á meðan ég beið eftir rútunni og komst að því að þrátt fyrir það að fólkið væri svolítið skringilega útlítandi og ekki fremst í flokki hvað tískuna varðar þá var liðið þarna ótrúlega vingjarnlegt. Lenti á tjatti við afgreiðslumann í bókabúð sem ég slysaðist inn í um Amy Winehouse og labbaði samferða einhverri afrískri konu aftur á rútustöðina og spjallaði við hana. Konurnar með snúnu tennurnar voru líka mjög brosmildar. Myndi samt ekkert endilega vilja lenda í einhverjum barryskingum á þessum slóðum, er ekki viss um að ég kæmi vel út úr þeim!

  2. Já, útlitið segir víst ekki allt:)

  3. gerdurbjork

    Koma svo elskan! Vera dugleg ad blogga!! Svo ef thig langar ad framlengja friid veistu ad BA er med beint flug til kosovo og eg er med gestaherbergi 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s