Vangaveltur

Stundum vildi ég að ég ætti risastórt strokleður og gæti bara strokað út ákveðna hluti út úr lífssögunni minni. Byrja upp á nýtt með hreinan skjöld og hreint hjarta. Ó ef að lífið væri bara teikniblokk.

Annars er það helst að frétta að ég fór í fyrsta tímann minn í Háskólanum í dag.  Mér finnst svo óendanlega skrítið að vera loksins komin á þennan stað eftir allan barninginn. Að sækja um stúdentakortið, fá aðgang að Uglunni og mega nota Uni.Iceland networkið á Facebook. Smámunir í augum annarra, stórsigur í mínu lífi. Ég velti fyrir mér hversu lengi nýjabrumið endist og ég verð farin að bölva verkefnaskilum og ósanngjörnum kennurum. Eða á maður að kalla þá prófessora? Er ekki komin inn í tungutak gamalreyndra háskólanema ennþá. Er víst í námskeiðum en ekki áföngum eins og ég segi alltaf.

Kannski að ég verði alvarlega þenkjandi ung kona núna og hætti að lesa Perez Hilton.

2 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

2 responses to “Vangaveltur

  1. Til hamingju skvisipae! Eg ofunda thig nu bara alveg helling ad vera ad byrja i haskolanum. Thetta verdur aedislega skemmtilegt timabil hja ther! 🙂

  2. til hamingju!!
    hvernig var svo í kanada?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s