Þakklæti

Stundum gengur allt á afturfótunum hjá manni. Símum er stolið. Veski týnast. Tölvur fá vírusa og óskipulagðar flugferðir af hjólum valda manni sársauka. Stundum gerist þetta allt á nokkrum dögum og maður getur ekki annað en að veltast um í sjálfsvorkunn og eymd. Þá er gott að setja hlutina í samhengi. Muna eftir félögum sem nú fara ferða sinna í hjólastól og vinum sem misstu meira en maður getur ímyndað sér. Svo ekki sé minnst á alla þá sem hafa ekki notið þeirra forréttinda að fæðast í landi þar sem ofgnótt er af öllu og hallæri í efnahagsmálum þýðir að leggja verði bíl númer tvö á heimilinu.

2008 er búið að vera gott ár. Síðasta vika hefði mátt vera betri en glóðuraugað er á undanhaldi og hreyfigeta handleggsins verður meiri með hverjum deginum. Það er hægt að kaupa nýja síma og maður verður að halda í vonina að fólk sé heiðarlegt og skili stúdentaskírteinum og strætókortum. Á 9 mánuðum heimsótti ég 8 lönd í 5 ferðum og hitti ótrúlegt fólk sem breytti lífi mínu. Ég er ekki með bílalán í erlendri mynt og á ekki kall sem er að halda fram hjá mér eða langveik börn.  Lífið er gott og ég er þakklát.

TÆLAND JANÚAR-FEBRÚAR

Konungshöllin í Bangkok

Tuk Tuk bílstjórinn sem bjargaði lífi mínu

Ástralar á fílsbaki

Bakpokaferðalangar í Chiang Mai

Strandlíf á Koh Lanta

LAOS JANÚAR

Mekong

Himnaríki á jörðu

Vang Vieng

KAMBÓDÍA FEBRÚAR

Þar sem ekki eru tveir bílar á heimili

Bayon hofið í Angkor Wat

Sætir litlir kambódískir krakkar

SPÁNN FEBRÚAR

Salamanca mi vida, mi corazón

La Casa De Las Conchas

Plaza Mayor Madrid

DANMÖRK MAÍ

Sólskinsdagur í Köben

Nyhavn

GRÆNLAND JÚNÍ

Kulusuk

Hressandi að komast í smá snjó

Trommudans

ENGLAND ÁGÚST

Muse

Wow, look at you now, Flowers in the window,Its such a lovely day,
And Im glad that you feel the same

KANADA ÁGÚST

Montréal

Nálægt Lanchine Rapids

Toronto

Þegar að ég verð gömul kona kem ég til með að líta tilbaka og segja fólki að 2008 hafi verið eitt besta ár lífs míns. Þrátt fyrir glóðurauga og týnd veski.

4 athugasemdir

Filed under Ferðalög

4 responses to “Þakklæti

 1. Þetta er mjög gott sjónarhorn á hlutina. Hvað er ein slæm vika á móti 9 góðum mánuðum (so far). Já, og að eiga ekki langveikt barn, framhjáhaldandi mann o.s.frv. 🙂

 2. Ég er samt enn að reyna að átta mig á því hvaða karmaskuld ég er að borga…

  Einn sófasörfarinn minn benti mér á að ég er með kæk að slíta laufblöð af öllum trjám sem ég labba fram hjá. Ég labba fram hjá slatta af trjám daglega þannig að kannski fékk móðir náttúra endanlega nóg og sendi út skeyti til alheimsaflanna um að kenna mér lexíu.

  Ég verð samt að segja að mér finnst þetta frekar harðar aðgerðir af þeirra hálfu. Hefði ekki verið betra að senda bara eina óheppnisbombu í þetta skiptið og eiga hinar inni ef ég færi að slíta upp fífla næsta vor í ótæpilegu magni?

 3. skasta

  úff ég hef aldeilis góða reynslu í að týna a) veskjum b)símum c) detta af hjólum. Tja bara einu sinni. En hef fengið glóðurauga samt.

  Og jafnvel einstaka sinnum öðlast trú á mannkyninu þegar gott fólk geymir hluti og hefur fyrir því að skila þeim. (alveg örugglega í þriðjung skiptanna sem ég tapaði einhverju) Svo vonandi kemst það aftur í hendurnar á þér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s