Takk fyrir að lesa þetta

Ég tapaði veskinu mínu í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins. Það er eiturgrænt og alveg tómt af peningum ef frá eru talin nokkur kanadísk cent. Í því voru Stúdentaskírteinið mitt, strætókortið mitt, debetkortið mitt, ESN námsmannakort og tómt gjafakort í Kringluna. Þetta eru allt kort með nafninu mínu og mynd af mér, nema gjafakortið, og ættu því ekki að nýtast neinum nema mér. Einnig voru í veskinu papírssnifsi með heimilisföngum og e-mail addressum hjá fólki sem ég hef hitt á ferðalögum og ég á hvergi annars staðar.

Ástæðan fyrir því að ég er að fara þessa óhefðbundnu leið í að reyna að fá það aftur er að ég er ekki skráð með síma nein staðar þannig að jafnvel þótt að einhver heiðarleg manneskja hafi fundið veskið gæti reynst erfitt fyrir viðkomandi að hafa uppi á mér. Ég er búin að tékka á reikningum mínum og það eru engar óeðlilegar færslur á debetkortinu mínu svo ég get ekki annað en vonað að veskið liggi hjá einhverri góðri manneskju sem hefur fullan hug á að koma því í réttar hendur. EF þú ert þessi manneskja þá máttu endilega hafa samband við mig!

Ég lofa sanngjörnum fundarlaunum ef ég fæ veskið tilbaka með öllu sem var í því.

Það er hægt að ná í mig í gegnum meil: audismaudi[hjá]hotmail.com eða í gegnum síma 845-0851.

Takk fyrir að lesa þetta
Auður Ösp

Færðu inn athugasemd

Filed under Almennt röfl

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s