Að gefnu tilefni…

…vil ég benda á það að færslan hér fyrir neðan eru 485 orð sem er tæpur helmingurinn af ritgerð sem ég þarf að skrifa í einu námskeiðinu mínu sem má ekki fara yfir 1500 orð með forsíðu og öllu. Ég skrifaði færsluna hér fyrir neðan á tæpum klukkutíma en eftir tveggja daga setu fyrir framan tölvuskjáinn eru tæplega 400 orð komin á blað og þau vilja ekki verða fleiri. Af hverju ætli það sé?

Ég ætla að hitta ringlaða Spánverjann í kaffi á sunnudaginn með einhverjum vinum hans. Ég samþykkti aldrei að gerast íslenskukennari enda hef ég engin réttindi í það. Ég sé það mjög myndrænt fyrir mér hvernig þessi kaffihúsaferð á eftir að fara en í hausnum á mér eru hann og vinir hann stóreygir ljósbláir fuglar sem horfa opinmynntir á mig og bíða eftir að ég segi eitthvað stórkostlegt. Líklegar þykir mér þó að ég segi eitthvað asnalegt og ekki við hæfi eins og svo oft vill verða. Ég þarf að biðja einhvern að greina þetta með fuglana.

Ó, já, alveg rétt. Ég á tvo boðsmiða á opnunarhátið RIFF á morgun ef einhver vill koma með.

Þessi færsla eru 194 orð að þessari málsgrein meðtaldri.

2 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

2 responses to “Að gefnu tilefni…

  1. Orð dagsins á miðvikudaginn var klárlega orðið: Tæplega!

  2. gerður

    Farðu nú að blogga kerling! Bloggfærslur skrifa sig heldur ekki sjálfar you know…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s