Blekkt af fréttamanni BéBéSé

Venjulega þegar að ég fer til London hitti ég vin minn E sem ég er búin að þekkja núna í örugglega 5-6 ár. Í fyrsta skipti sem ég hitti hann kynnti hann mig fyrir vini sínum sem ég hef síðan hitt af og til með honum í London og svo komu þeir kumpánar í heimsókn til mín fyrir tveimur árum og við eyddum frábærum tíma saman. Þeir eru fyndnir, kærusturnar þeirra indælar og það er alltaf gaman að hitta þau öll.

Eftir að hafa eytt helginni í sumarbústað fyrir austan í rólegheitum að læra kom mér það afar mikið á óvart að fá sms frá E á leiðinni upp Kambana þar sem hann tilkynnti mér það að vinurinn væri á Íslandi og vildi endilega hitta mig. Hann gaf mér númerið hans og sagðist myndi gefa honum númerið mitt. Fyrr átti ég von á dauða mínum en að hitta hann aftur í Reykjavík. Vinurinn er hagfræðingur sem vinnur á BBC fréttastofunni og var sendur til Íslands til að fjalla um efnahagsástandið. Skömmu eftir að ég kom heim fékk ég svo símtal og úr varð að ég mælti mér mót við hann í öl á Hressó.

Til að gera langa sögu stutta þá hélt ég að ég væri að hitta félaga minn frá London í öl á milli dagskráliða hjá honum en í staðinn hitti ég fréttamann BéBéSé sem punktaði niður það sem ég sagði og spurði mig svo hvort hann mætti ekki örugglega hafa þetta eftir mér. Hann gaf mér val um að vera nafnlaus eða undir fullu nafni og bað mig svo um að fá að taka mynd af mér til að nota með greininni sem ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að skrifa. Hann vinnur á sjónvarpsfréttastofu BéBéSé en var beðinn af BéBéSé Onlæn að skrifa smá greinarkorn um ástandið áður en þeir vinda sér í að taka öll sjónvarpsviðtölin sem þeir þurfa að taka á morgun, meðal annars við Geir „Hotness“ Haarde*.

Ég var blekkt. Lokkuð með bjór og fyrirheitum um vinaspjall. Í staðinn lendir smettið á mér kannski á einni af stærri fréttasíðunum í heiminum. Og í tengslum við efnahagsmál af öllu.

Annars öfunda ég ekki fréttamennina sem hafa hreiðrað um sig hérna í Tjarnargötunni en ég hjólaði fjórum sinnum fram hjá þeim í kvöld og það virtist ekkert vera gaman hjá þeim. Þetta er þó skárra en þegar að þjóðhöfðingjar heimsækja ráðherrabústaðinn en þá er götunni hreinlega lokað.

*Að gefnu tilefni vil ég taka fram að mér finnst Geir H. Haarde EKKI hot og því síður Sexy. Myndina tók ég af gluggakistu 15 ára systur minnar einhvern tíma í fyrra en á MySpace síðunni hennar stendur einmitt: Mér finnst Árni Mathiesen hönk. Ég hef ákveðið að ræða við móður mína þessar undarlegu áráttu yngstu dóttur hennar þegar að kemur að miðaldra pólitíkusum en það breytir því ekki að myndin er fyndin.

Ein athugasemd

Filed under Almennt röfl

One response to “Blekkt af fréttamanni BéBéSé

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s