Viltu vera memm?

Í gærkvöldi skrapp ég á Októberfest með stjórnmálafræðipíunum. Það var hressandi. Þar hitti ég gamlan skólafélaga sem ég hafði ekki séð í þónokkurn tíma. Ég var alltaf alveg rosalega skotin í honum í gamla daga og þó ég hafi skipst á að vera skotin í þeim nokkrum þá átti þessi alltaf sérstakan stað í hjarta mér. Skotið entist í mörg ár, langt út fyrir grunnskólann, og þrátt fyrir að hafa gert misheppnaða tilraun til þess að bjóða honum út í kringum 17 ára aldurinn þá þorði ég aldrei að láta þessar tilfinningar mínar í ljós.

Þar sem við sátum og spjölluðum um gamla tíma sagði ég honum hlæjandi frá þessu. Ég átti nú ekki von á öðru en að hann myndi hlæja með mér en mig rak í rogastans þegar að hann sagði mér að hann hefði líka verið skotinn í mér. Hann var víst skíthræddur við mig, sagði að ég hefði verið ógnvekjandi, og þorði aldrei að gera neitt í því. Í eitt skiptið hafði hann þó manað sig upp í að hringa í mig, í fyrsta skipti sem hann hringdi nokkurn tíma í stelpu sem hann var hrifinn af, undir því yfirskyni að hann vantaði einhvern tölvuleik sem að hann hélt að ég ætti. Dimm karlmannsrödd svaraði og tjáði honum þar sem hann skalf hinu meginn á línunni að ég væri á klósettinu og svo húkti hann á línunni þangað til ég var tilbúin að segja halló. Hann spurði mig um leikinn og ég svaraði víst: Nei, ég á hann ekki! og skellti á hann. Hann þorði aldrei að hringja í mig aftur.

Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan strák, þótt að ég sé löngu hætt að vera skotin í honum, og mér þykir vænt um þessa minningu. Gaman að sjá að við erum orðin nógu gömul og þroskuð til að ræða þetta og hlæja að þessu saman. Þetta kennir manni líka að maður veit aldrei hvað aðrir eru að hugsa.

Ég velti því samt fyrir sér í framhaldinu: Ætli einhverjir aðrir hafi verið skotnir í mér? Ætli ég hafi hrætt marga? Reyndar heldur Hlíf því fram að ég sé enn ógnvekjandi.

2 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

2 responses to “Viltu vera memm?

  1. gerdur

    thu ert ekki ognvekjandi aubba min… thu ert kettlingur 🙂

  2. gerdur

    -nema um naestu helgi. tha er sko enginn kettlingaskapur leyfilegur!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s