Búið spil

Tveggja vikna mini sambandi mínu við ástralska barnið er senn að ljúka. Hann flýgur til Berlín á morgun og ég býst ekkert sérstaklega við að sjá hann aftur. Eins fáránlegt og það kann að hljóma þá verður skrýtið að sofa aftur ein í rúminu mínu og hafa ekki einhvern til að tala við allan sólarhringinn. Það er hægt að læra margt um fólk á tveimur vikum og enn meira um sjálfan sig. Þessi ótrúlega klári og indæli strákur á eftir að gleðja einhverja konu mjög mikið þegar að hann kemur sér loksins heim eftir ævintýrin. Taugaskurðlæknir sem spilar á gítar og semur tónlist í hjáverkum er góður fengur í öllum heimsálfum. Verst að ég verð orðin gömul kona þegar að hann klárar námið sitt og hefur aftur tíma til að heimsækja þennan útnára á hjara veraldar.

Ein athugasemd

Filed under Hitt kynið

One response to “Búið spil

  1. gerdur

    hummmm… veistu eg held ad HI sem med skiptinam til Astraliu. Just saying! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s