Fólk er fífl

Ég skrapp í heimsókn á Suðurgötuna í kvöld og ílengdist þar í óvæntu Hugh Grant maraþoni og rauðvínsdrykkju. Sérlega huggulegt. Þegar að ég var að labba heim um þrjúleytið var ungt og frekar drukkið par að ganga Tjarnargötuna á undan mér. Allt í einu stoppa þau og virðast vera að kíta. Áður en ég veit af gengur gaurinn af göflunum og ræðst á lítinn gráan Yaris sem var lagt í götunni. Hann lemur og sparkar í bílinn og svo sá ég hvar stelpan, sem hafði gengið á undan honum áfram, kom tilbaka til að hugga hann. Bíllinn var allur dældaður og þau löbbuðu saman áfram eins og ekkert hefði ískorist.

Ekki öfunda ég fólkið sem á Yarisinn að vakna á morgun og sjá ástandið á bílnum. Ég íhugaði að hringja á lögguna en þegar að hún kæmi hefðu þau hvort eð er verið löngu farin. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að tala við þau en lagði ekki í það því ef að hann fór svona með bílinn vildi ég ekki vita hvað hann myndi gera mér ef ég reitti hann til reiði. Ég hugsaði líka um það að skilja eftir miða á bílnum og láta eigandann vita að ég hefði séð hvað gerðist og hvernig hann gæti haft samband við mig en gerði það svo ekki á endanum. Veit eiginlega ekki hver eru réttu viðbrögðin í svona stöðu.

Vonandi er eigandi bílsins með góðar tryggingar.

Ein athugasemd

Filed under Almennt röfl

One response to “Fólk er fífl

  1. Fuss… ljótt að skemma eigur annarra viljandi og algjörlega að óþörfu. En ég er sammála þér… lítið sem þú gast gert.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s