Sunnudagar til mæðu?

Það eru allir með krabbamein eða veikir þessa dagana. Amma er hárlaus og þolir illa lyfjagjöfina sem hún er í og mér brá skelfilega að sjá hana um daginn. Við vorum þá staddar í jarðarför hjá föður konunnar hans pabba sem hafði loksins tapað baráttunni við sinn krabba. Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta yfir því að þessi indæli maður sem ég þekkti þó lítið væri farin yfir móðuna miklu eða yfir útlitinu á ömmu minni sem er að hverfa sökum þess að hún getur ekkert borðað. Þannig að ég grét bara ekki neitt en systir mín grét tvöfalt fyrir okkur báðar. Nú fékk ég fréttir að afi er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er nýkomin úr aðgerð þar sem skipt var um augasteina á báðum augum og við erum búin að hlæja mikið að því að í kjölfarið á því að sjónin var löguð þá lagaðist heyrnin líka. Hann er búin að vera hálfheyrnarlaus síðan ég man eftir mér og eftir því sem að skýin á augunum stækkuðu því minna gat hann haft samskipti við umheiminn þar sem hann hvorki sá né heyrði. Nú getur hann sum sé lesið betur af vörum og þarf ekki einu sinni gleraugu til að lesa blöðin. Magnaður skítur þessi læknavísindi. Konan hans pabba er svo að fara í aðgerð þar sem fóturinn á henni verður brotinn í tætlur og hún verður í gifsi í þrjá mánuði. Skil ekki alveg hvað er í gangi í heiminum.

Ég hitti finnskan félaga minn í bænum í gær. Hann lenti í því óhappi um síðustu helgi að hann var að fara heim af djamminu og var keyrður niður af leigubíl. Hann var sendur með sjúkrabíl upp á slysó og það voru saumuð 20 spor í hausinn á honum eða eitthvað. OK, kannski ekki 20 spor en mörg allavega. Strákgreyið var látinn borga fyrir allt sjálfur og það var enginn sem sagði honum að tryggingarnar hjá leigubílstjóranum ættu að borga honum tilbaka. Ég þoli ekki þegar að fólk ætlar bara að misbjóða fólki af því að það er ekki íslenskt og þekkir ekki reglurnar. Þannig að ég tók það að mér að hafa samband við einhvern, enda eru hæg heimatökin þar sem margir leigubílstjórar eru í fjölskyldunni, og eftir að hafa rætt þetta við þá sem fróðari eru þá veit ég núna að hann getur og á líka að fara fram á miskabætur. Það kom líka upp úr kafinu að pabbi varð vitni að þessu og gat sagt mér nákvæmlega hvað gerðist. Ég skal hundur heita ef þetta grey fær ekki allavega komugjaldið og sjúkrabílinn greitt Urr… reið.

Annars reyndi ég að sannfæra gaurinn á Habibi að ráða mig í vinnu í gær. Veit ekki af hverju, hef ekki mikinn áhuga á lykta eins og Shwarma samloka alla daga.

Ein athugasemd

Filed under Almennt röfl

One response to “Sunnudagar til mæðu?

  1. þú ert svo góð Auður mín!
    pabbi sagði að það væri einhver samtök sem heita Tork sem sjá um svona mál….
    annars veit ég ekki hverja þú getur talað við.

    kv. frá usa
    þóra

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s