Hamingjustaðurinn

Um helgina fór fram andleg hreinsun. Það er ekkert eins gott eins og góður skandall til þess að koma sér á réttan kjöl eftir langt óreiðutímabil. Eins og alkarnir verður maður að ná botninu áður en enduruppbyggingin getur hafist. Hafði leyft kreppunni, veikindi ástvina og almennum leiðindum að byrgja mér sýn á það sem skiptir máli. Er búin að ganga í gegnum of margt í lífinu til þess að láta einhver smáatriði skemma fyrir mér. Ég tók á sínum tíma afdrifaríkar ákvarðanir sem voru ekki bara erfiðar heldur ollu mér líka miklum sársauka. Ég reyni alltaf að hugsa þegar myrkrið og depurðin vilja taka yfir að ef ég játa mig sigraða og leyfi þessum fornu fjendum að hlaupa frjálsum að ég hafi sigrast á fyrrnefndum sársauka til einskis. Það er ekki bara óvirðing við sjálfa mig heldur einnig við alla þá sem hjálpuðu mér að rata út úr þeim ógöngum. Að hugsa málin svona er merkilega gott spark í rassinn.

Ég, eins og hagkerfið, mun stíga tvíefld upp úr öskustónni og springa út eins og blóm að vori. OK, missti mig aðeins í dramanu þarna. Það er bara betri stígandi í hrynjanda færslunar ef hún er barmafull af dramatík.

Annars á ég óbrigðult ráð við þunglyndi sem ég nota mikið á tímum sem þessum. Alltaf þegar að ég er að kafna í snöru eigin áhyggja þá loka ég augunum og fer á hamingjustaðinn minn eins og Phoebe í Friends kallaði það. Ég þarf ekki mikið að einbeita mér til þess að vera komin aftur á Nam Song ánna í Laos þar sem ég flýt lúsarhægt niður með straumnum í sólskininu á uppblásinni dekkjarslöngu. Ég finn lyktina í loftinu, sólina í andlitinu á mér og heyri í hlæjandi krakkaskara sem leikur sér glaðbeittur meðal jórtrandi buffalóa í ánni. Ekkert getur sett mig úr jafnvægi þessa örskotsstund sem ég dvel þarna í sólinni og ég kem brosandi tilbaka í grámyglulegan raunveruleikann. Klikkar aldrei.

Ég vildi svo í framhaldinu óska þess að ég gæti farið á einhvern hamingjustað hagfræðinga og þeirra sem sérhæfa sig í alþjóðasamskiptum og spurt þá aðeins út í alþjóðahagkerfið í tengslum við andstæðinga hnattvæðingar. Það myndi hjálpa mér mikið í ritgerðaskrifunum framundan.

2 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

2 responses to “Hamingjustaðurinn

  1. skasta

    Þetta er alveg stórkostlega girnilegur hamingjustaður. Spriklandi kátar táslur í hlýju vatni og mjúk stemming.

    Einhverskonar botnkrafs getur einmitt stundum gefið góða spyrnu í stökk upp úr lægð… Það gerist víst aldrei neitt af sjálfu sér svo það má alveg fagna hverri stund af hetjulegri dramatík sem virkar hvetjandi á eigin baráttu. Það er sko enginn vafi á hver mun sigra! En enginn lofaði að það yrði auðvelt.

    (án dramamáls; you go girl)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s