Tag Archives: hrotur

Með hrjótandi sætalíus á sófanum

Hjá mér er staddur um þessar mundir ungur maður frá ríkinu stóra í vestri. Móðir unga mannsins er múslimi frá Tyrklandi, faðir hans hindúi frá Indlandi. Einhvern vegin komu þau saman og eignuðust börn og buru. Ég verð alltaf hálföfundsjúk þegar að ég hitti fólk eins og þennan mann. Að vera hreinræktaður Íslendingur, eða því sem næst, er skelfilega lítilfjörlegt í samanburði við að eiga foreldra frá jafnólíkum menningarheimum og hann. Fjölskyldan fluttist til Tyrklands svo að börnin kynntust menningu og tungumáli móður sinnar og sumrum eyddu þau í Indlandi með stórfjölskyldunni. Það kemur ekki á óvart að ungi maðurinn er sérlega geðþekkur, opinn og víðsýnn enda held ég að það sé nánast ómögulegt að alast upp í svona umhverfi og lifa lífinu með pappakassasýn.

Ekki spillir fyrir að þessi ungi maður er bráðhuggulegur. Það skiptir að sjálfsögðu litlu máli þegar að sófasörfarar eru annars vegar hvernig þeir líta út en því verður ekki neitað að það er aldrei verra að hafa eitthvað fallegt að horfa á. Honum er jafnvel fyrirgefnar hroturnar.

Sófasörfið er svo stórkostlegt tæki til þess að kynnast heiminum án þess að yfirgefa fjóra veggi heimilisins. Ólíkir einstaklingar koma saman til þess eins að hafa það gaman. Rímið var óviljandi.

Færðu inn athugasemd

Filed under Sófasörf