Tag Archives: Kaffihús

Wolverhampton

Á kaffihúsi í Wolverhampton situr skeggjuð kona og ræðir heimsins vanda við nærstadda. Ófrítt fólk með skítugt hár sem situr á garðstólum og drekkur vont kaffi. Miðaldra maður með flöskubotnsgleraugu og fitugar hárlufsur greiddar yfir skallann treður í sig ristuðu brauði löðrandi í smjörlíki og bakaðar baunir spítast út á milli tannanna á honum. Fyrir utan gengur póstmaðurinn í stuttbuxum í rigningunni með enska fánann og fána sambandslýðveldisins tattúveraðan á kálfann. Ófríða fólkið spyrst fyrir um líðan þeirra sem eru fjarri. Neil er með ræpu, Phil á spítala og aumingja Mary er dauð. Konur með sítt að aftan dilla sér í takt við Holiday með Madonnu og brosa til viðskiptavinanna svo glittir í snúnar tennurnar. Kaffibollarnir hér eru í boði féló.

4 athugasemdir

Filed under Ferðalög