Tag Archives: kreppa

Vugl og ritleysa

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja þetta. Á að skila verkefni í Alþjóðastjórnmálum á miðvikudag og í vinnulaginu á föstudag og þarf að beina allri minni orku að því. Ætlaði að hitta BéBéSéarann í kvöld en hann er örugglega að vinna úr atburðum dagsins og verður ekki hleypt á barrölt í kvöld. Kannski eins gott bara.

Ég tók fregnum af kreppu alvarlega og eldaði gamlar kartöflur í kvöldmatinn í stað þess að henda þeim. Kartöflurnar héldu lífi í Írum, þær hljóta að geta haldið lífi í einum skitnum Íslendingi. Ég held ég þurfi að endurskoða fyrirhuguð plön um heimsókn í bankann á morgun til þess að ræða um útfærslu á framfærsluláni vegna námslána. Ég verð svo aftur að endurskoða stöðu mína sem námsmaður ef að þetta framfærslulánsdæmi verður eitthvað vesen.

Færðu inn athugasemd

Filed under Almennt röfl