Tag Archives: Tyrkir

Tyrkjarán

Sófasörfararnir koma og fara. Hálfi Tyrkinn hélt af stað til Amsterdam og í staðinn fékk ég tvær tyrkneskar stelpur sem eru á ferð um Norðurlöndin til þess að flýja hita heimalandsins. Þær eru ósköp indælar en lítið spennandi og hef ég ekki lagt mig í lima við að eyða tíma með þeim eins og þeim hálfa. Stóreygar sitja þær og fylgjast með mér eins og ég sé búskmaður í Afríku á lendarskýlu og lepja upp hvert orð sem fellur af vörum mér. Við tölum ekki saman heldur skiptumst við á orðum eins og körfuboltaspjöldum. Kannski finnst þessum stúlkum, sem búa enn í foreldrahúsum og munu gera þar til að þær fá bónorð frá manni sem fjölskyldan samþykkir, undarlegt að hitta frjálslega Íslendinga eins og mig. Opin, hreinskilin og ókurteis á köflum ligg ég ekki á skoðunum mínum og býð ókunnugum mönnum upp í rúm til mín. Það var reyndar bara í nokkra klukkutíma áður en sá hálfi tók flugrútuna út á völl en þær voru á sófanum og við hálfi of þreytt til að finna út úr því hvar hann gæti sofið. Við hálfi hlógum og pískruðum inn í nóttina og kvöddumst með loforði um að halda sambandi. Ég efast um að lofa þessum stúlkum því sama.

Færðu inn athugasemd

Filed under Sófasörf