Lengi getur vont versnað

Ég hélt að ég hefði náð nýjum hæðum í að vera upptekin síðustu þrjá blogglausu mánuði en það virðist hafa verið misskilningur af minni hálfu. Framundan er 10 daga fundur í Utrecht í Hollandi, boð á Bessastöðum ásamt hátíðarkvöldverði á vegum vinnunnar, endalaus verkefni í skólanum, ESN skýrslur og viðburðir, styrkbeiðnir, vinna, skóli, afró og þar fram eftir götunum.

Á barmi örvæntingar leitaði ég leiða til að skipuleggja líf mitt svo að það færi ekki allt í klessu og mundi þá skyndilega eftir Google Calendar. Eftir það var ekki aftur snúið og nú er Google með upplýsingar um hvert einasta smáatriði sem gerist í mínu lífi. Til að gefa ykkur smá hugmynd um af hverju ég greip til þessa ráðs, ákvað ég að birta hér planið fyrir marsmánuð. Takið endilega eftir „more“ valmöguleikanum þar sem það á við.

dagatal

Grænt er skólinn, fundir á vegum vinnunnar, alls kyns hittingar, afmæli og það sem ég þarf að gera heima fyrir. Fjólublár er lestraráætlun og verkefnaskil í skólanum. Blár er ESN dagatalið og appelsínugulur eru tímar í Baðhúsinu sem mig langar að mæta í og það er fræðilegu möguleiki að ég komist.

Á sama tíma og ég uppgötvaði Google Calendar fékk ég mér 3G síma hjá Nova. Hann er mun tæknilegri en gamli garmurinn minn og meðal annars hef ég beina tengingu við Google Calendarið mitt þar inni. Þar fyrir utan eru alls kyns skiplagsstillingar sem gera það að verkum að ég er orðin minnismiða og To-Do lista óð jafnframt því sem síminn pípir að meðaltali 4 sinnum á dag til að minna mig á eitthvað. Þannig að þegar að ég held á þessum ágæta síma má með sanni segja að ég sé með lífið í lúkunum!

Ég biðst hér með fyrirfram afsökunar á því að hafa aldrei tíma til að hitta neinn! Góðar stundir.

3 athugasemdir

Filed under Almennt röfl

3 responses to “Lengi getur vont versnað

  1. ég fíla 3g símann minn í tætlur:) Hey, hann er líka eins og þinn.

  2. Lengi getur vont versnað… ekki færsla í 2 og hálfan mánuð! Þetta gengur ekki!

  3. Hlíf

    Is it true? Is it over?

Færðu inn athugasemd